Fjölskyldufyrirtæki
Sagan okkar
Við erum tvær fjögurra manna fjölskyldur. Svanborg og Ívar eiga strákana Hákon Smára og Orra Snæ. Svanborg var með Árna Frey í grunnskóla og Álfrúnu Perlu í háskóla og kynnti þau í afmælisveislunni sinni árið 2015. Síðan þá hafa þau eignast Eydísi Ylfu og Sóleyju Lóu.
Haustið 2024 vorum við að ræða saman hefðina við að gefa í skóinn. Okkur langaði að gefa krökkunum okkar eitthvað nytsamlegt og lærdómsríkt í skóinn en ekki bara nammi og plast drasl sem fer í ruslið á nýju ári. Okkur blöskraði hins vegar að sjá að eitt par af sokkum er erfitt að fá á undir 1990 krónur og þroska leikföng kosta hálfan handlegg.
Við ákváðum því að nýta kraftinn í fjöldanum og hófst vegferð Jólaálfsins haustið 2024. Salan fór langt fram úr öllum væntingum. Markmið okkar er að skapa vandaðan pakka sem nýtist sem flestum fjölskyldum – í samstarfi við frábær fyrirtæki.



Okkur fannst mikilvægast að gefa samverustundir og einhvern smá lærdóm. Gjafirnar máttu samt ekki krefjast þess af foreldrum að sitja sveittir við bakstur og föndur allan desember mánuð.
Alla leið
Við ákváðum frá upphafi að fara alla leið.
2025
Salan okkar í fyrra fór langt fram úr væntingum og gott að geta létt undir á heimilum fyrir jólin. Eins fengum við endurgjöf um hvað það var gaman að “vinirnir” fengu eins í skóinn frá jólasveininum. Okkur þótti dýrmætt að fá endurgjöf frá ykkur um hvaða vörur voru í uppáhaldi og hvernig pakkinn reyndist á heimilum. Við reyduum eftir fremsta megni að mæta þeirri eftirspurn og völdum 13 gjafir sem ættu að nýtast öllum, óháð kyni og áhugamálum.
Við leggjum áherslu á að gjafirnar séu nytsamlegar, hvetji til samveru og/eða virki sem þroskaleikföng.
Líkt og fyrra ár viljum við geta boðið upp á vandaðar gjafir, í ár fengum við teiknara til að teikna fyrir okkur íslensku jólasveinunum og framleiða bæði litabók og minnisspil sem byggja á þeim. Einnig bættist við falleg svunta sem vonandi nýtist vel litlum bökurum um jólin.
Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á íslenskar bækur og í árspakkanum er að finna tvær nýjar bækur, báðar með boðskap að geyma. Önnur þeirra er skrifuð í samstarfi við Sterkari út í lífið og byggir á hugmyndafræði ACT.
Fyrir jólin 2024 styrktum við Sannar gjafir UNICEF um tæplega 400.000 krónur. Í ár vildum við gera slíkt hið sama með því að styrkja Bergið Headspace. Því fylgir í öllum pökkum lítið, fallegt endurskinsmerki með áletruninni „talað um tilfinningar“, og rennur allur ágóði af sölu þess til Bergið Headspace.
2024
Fyrsta árið okkar höfðum samband við Forlagið því okkur fannst mikilvægt að bjóða upp á íslenskar bækur, helst eftir íslenska höfunda, til að ýta undir lestur. Okkur dreymdi síðan um að bjóða upp á trölladeig í pakkanum og höfðum samband við Vilko sem voru heldur betur til í að hjálpa okkur og saman hönnuðum við trölladeigsblöndu til að hafa í pakkanum. Einnig fengum við Unicef með okkur í lið og fór allur ágoði þeirra af sölunni til Sannar gjafir UNICEF. Svona gekk þetta koll af kolli og fram út björtustu vonum.
Við elskum að fá endurgjöf og því þætti okkur einstaklega væntum að heyra hvað ykkur finnst um pakkann í ár. Hvað er vel gert, hvað mætti gera betur? Eruði með hugmyndir fyrir næsta ár? Látið okkur vita!







