Á Íslandi búa um 10.000 börn við fátækt – við hjá Jólaálfinum viljum leggja okkar af mörkum, svo að sem flest börn geti fengið í skóinn.
Við leitum að fyrirtækjum sem vilja taka þátt og styrkja börn með 13 skógjöfum. Til að tryggja að gjafirnar berist þeim sem þurfa mest á þeim að halda mun mæðrastyrksnefnd aðstoða okkur við að finna fjölskyldur til að þiggja leikskólapakkann og/eða grunnskólapakkann fyrir sín börn.
Með þátttöku fá fyrirtæki tækifæri til að styðja börn í nærumhverfi sínu. Við trúum því að saman getum við kveikt ljós í lífi barna sem annars gætu setið eftir – og gert jólin aðeins bjartari.
Hafið samband með því að senda okkur tölvupóst á jolaalfurinn@jolaalfurinn.is

