Jólaálfurinn styður við Bergið headspace og er í samstarfi við Sterkari út í lífið.
Allur ágóði af endurskinsmerkinu „Tölum um tilfinningar“ rennur til Bergsins. Bókin Skýin í maganum er skrifuð í samstarfi við Sterkari út í lífið og byggir á hugmyndafræði ACT (Acceptance and Commitment Therapy). Höfundarnir leggja áherslu á að miðla hugmyndafræðinni á einfaldan og myndrænan hátt.

