Grunnskólapakkinn
13 skógjafir í einum kassa – kassinn er merktur “Bókhald” svo að litlir forvitnir puttar láti pakkann vera
HEILDARVIRÐI 25.000 kr
kr.14,990 Original price was: kr.14,990.kr.11,992Current price is: kr.11,992.Frekari upplýsingar
01
Litabók og litir
Ævintýralega skemmtileg litabók með öllum íslensku jólasveinunum ásamt vísum + litum. Sérstaklega hannað fyrir Jólaálfinn.

02
Sundgleraugu
Þessi hugmynd af gjöf kom frá ykkur og fannst okkur það frábær hugmynd. Sundgleraugun okkar tryggir þægindi undir vatni og að engin leki komist að augunum. Allir í sund um jólin.

03
Minnisspil m. íslensku jólasveinunum
Einstaklega skemmtilegt minnisspil með íslensku jólasveinunum. Sérstaklega hannað fyrir Jólaálfinn.

04
Jólasveinahúfa
Jólasveinahúfan er eitt af þekktustu táknum jólanna. Húfan nýtist vonandi vel á jólaskemmtunum í aðventunni og til að skapa jólalega stemningu.

05
Skýin í maganum
Okkur finnst mikilvægt að halda í hefðina að gefa bækur um jólin og ýta undir lestur. Skýjin í maganum er skrifuð í samstarfi við Sterkari út í lífið sérstaklega fyrir Jólaálfinn, og byggir á hugmyndafræði ACT. ,,… Ef barn er þjálfað til að skilja og taka eftir krefjandi hugsunum og/eða tilfinningum myndast fjarlægð sem getur verið hjálpleg til að bregðast betur við. Markmiðið er ekki að erfið líðan hverfi heldur að við náum að ráða betur við hana…”

06
Domino
Spil efla talnaskilning og rökhugsun. Einnig gefa þau okkur dýrmætar samverustundir með börnunum okkar. Domino má einnig nýta í bústaðinn eða í útileguna næsta sumar! Hér eru einfaldar leiðbeiningar.
How to play Dominoes #shorts 🚀 – YouTube

07
Jólalegó
Róleg stund í morgunsárið eða eftir amstur dagsins er vonandi það sem Jólalegt legó getur aðstoðað me. Legó er eitt að því sem þið óskuðu eftir og við erum afskaplega ánægð með útkomuna – enda getur legó þjálfað fínhreyfingar og sköpunargleði.

08
Tréhús + litir
Friðsælt tréhús sem lýsir upp skammdegið ef sett er ljós inn í það. Notaleg stund fyrir barnið að dunda sér að lita það með litum sem gerir það að verkum að hvert tréhús er einstakt.

09
Merkimiðar og litir
Pakkaskraut, merkimiðar eða skraut á jólatréð. Fallegir viðarplattar, málning og pensill fylgja í pakkanum. Ein af okkar vinsælustu skógjöfum í fyrra.

10
Svunta
Svunta sem sérstaklega er hönnuð fyrir Jólaálfinn. Hvað er skemmtilegra en að baka og eiga notalega stund í eldhúsinu fyrir jólin? Allir geta verið með sérstaklega þau sem eru ,,sérfræðingar í að baka vandræði”

11
Perlur
Ein af okkar allra vinsælustu vörum í fyrra – perlur standa alltaf fyrir sínu. Perlurnar er hægt að strauja og nota til að skreyta jólatréð eða pakka en einnig hægt að skila þeim aftur í pokann til að perla aftur seinna. Minni gerðin af perlum fylgir þessum pakka.

12
Endurskinsmerki til styrktar Bergsins
Tölum um tilfinningar endurskynsmerki – allur ágoði reunnur til Bergið Headspace. Bergið veitir ungmennum ráðgjöf m.a.a um áhyggjur, depurð og erfiðar tilfinningar. Lýsum upp skammdegið og tölum um tilfinningar!

13
Púsl
Fallegt og nægilega krefjandi púsl fyrir grunnskólaaldur. Það er svo sannarlega hluti af jólunum að púsla.

