Leikskólapakkinn
13 skógjafir í kassa merktum “Bókhald” svo litlir og forvitnir láti pakkann vera
– UPPSELT –
HEILDARVIRÐI 27,000kr
kr.14,990Frekari upplýsingar
01
Plakat með jólasveinunum og dagsetningum
A3 plakat sem sýnir alla jólasveinana og hvenær þeir koma til byggða. Frábær leið til að vita hvaða jólasveinn kemur í kvöld.
02
Litabók
Litabók og kvæði um alla jólasveinana. Fullkomin til þess að eiga rólega stund saman eða lita á meðan foreldra elda eða pakka inn jólagjöfum.
03
Jólasokkar
Par af hlýjum og mjúkum jólsokkum, ekki viljum við að krakkarnir fari í Jólaköttinn.
04
Merkimiðar
Pakkaskraut, merkimiðar eða skraut á jólatréð. Fallegir viðarplattar, málning og pensill fylgja í pakkanum.
05
Dúkkulísur
Lítill málmkassi með mynd af barni og inn í kassanum eru mismunandi föt t.d. slökkviliðsbúningur og læknabúningur úr segli sem festast á kassann.
06
Spilastokkur
Spil efla talnaskilning og rökhugsun. Spilastokkurinn er með skemmtilegum myndum af íslensku jólasveinunum, Grýlu og Jólakettinum.
07
Bók
Okkur finnst mikilvægt að halda í hefðina að gefa bækur um jólin og ýta undir lestur. Við völdum því skemmtilegar bækur til að gefa í skóinn og lögðum áherslu á að velja bækur eftir íslenska höfunda til að styðja við íslenska framleiðslu.
08
Stafabók
Skemmtileg og einföld segul bók. Stafirnir eru úr segli og festast á bókina og hægt að taka þá af bókinni og móta orð. Stafabókin inniheldur bæði stóra og litla stafi, og notast við enska stafrófið. Stafabókin kynnir stafina á skapandi og gagnvirkan hátt, sem hentar sérstaklega vel til að byggja upp grunnatriði lesturs.
09
Bók
Okkur finnst mikilvægt að halda í hefðina að gefa bækur um jólin og ýta undir lestur. Við völdum því skemmtilegar bækur til að gefa í skóinn og lögðum áherslu á að velja bækur eftir íslenska höfunda til að styðja við íslenska framleiðslu.
10
Fingravettlingar
Dökk bláir fingravettlingar, því ekki viljum við að krakkarnir fari í Jólaköttinn.
11
Trölladeig
Þurrefnin eru í poka og eingöngu þarf að bæta við heitu vatni og matarolíu. Hægt er að búa til pakkaskraut, skraut á jólatré, jólagjafir fyrir ömmu og afa, aðventukrans eða hvað sem ykkur dettur í hug.
12
Jólaperlur
Perlurnar er hægt að strauja og nota til að skreyta jólatréð eða pakka en einnig hægt að skila þeim aftur í pokann til að perla aftur seinna. Stærri gerðin af perlum fylgir þessum pakka.
13
Púsl
30 bita púsluspil á fallegum viðar platta.
kr.14,990Frekari upplýsingar