Fjölskyldufyrirtæki

Sagan okkar

Við erum tvær fjögurra manna fjölskyldur. Svanborg og Ívar eiga strákana Hákon Smára og Orra Snæ. Svanborg var með Árna Frey í grunnskóla og Álfrúnu Perlu í háskóla og kynnti þau í afmælisveislunni sinni árið 2015. Síðan þá hafa þau eignast Eydísi Ylfu og Sóleyju Lóu.

Í haust vorum við að ræða saman hefðina við að gefa í skóinn. Okkur langaði að gefa krökkunum okkar eitthvað nytsamlegt og lærdómsríkt í skóinn en ekki bara nammi og plast drasl sem fer í ruslið á nýju ári. Okkur blöskraði hins vegar að sjá að eitt par af sokkum er erfitt að fá á undir 1990 krónur og þroska leikföng kosta hálfan handlegg.

Við ákváðum því að reyna á að nýta fjöldan og búa til almennilegan pakka sem við gæti nýst fleiri fjölskyldum í samvinnu við flott fyrirtæki.

Okkur fannst mikilvægast að gefa samverustundir og einhvern smá lærdóm. Gjafirnar máttu samt ekki krefjast þess af foreldrum að sitja sveittir við bakstur og föndur allan desember mánuð.

Alla leið

Við ákváðum frá upphafi að fara alla leið. Við höfðum samband við Forlagið því okkur fannst mikilvægt að bjóða upp á íslenskar bækur, helst eftir íslenska höfunda, til að ýta undir lestur. Okkur dreymdi síðan um að bjóða upp á trölladeig í pakkanum og höfðum samband við Vilko sem voru heldur betur til í að hjálpa okkur og saman hönnuðum við trölladeigsblöndu til að hafa í pakkanum. Svona gekk þetta koll af kolli og fram út björtustu vonum.

Í ár er fyrsta árið okkar og því þætti okkur einstaklega væntum að heyra hvað ykkur finnst um pakkann. Hvað er vel gert, hvað mætti gera betur? Eruði með hugmyndir fyrir næsta ár? Látið okkur vita!

Shopping Cart
Scroll to Top