Stjórnuskoðun fyrir alla fjölskylduna eftir Sævar Helga Bragason

kr.5,890

5890 kr

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar. Greint er frá því helsta sem sést með berum augum frá Íslandi, allt frá næturregnbogum og norðurljósum til gervitungla og stjörnuhrapa, að himintunglunum ógleymdum.

Sagt er frá tunglinu, sólinni og reikistjörnunum og hvernig best er að skoða þessa nágranna okkar í sólkerfinu. Ítarlega er fjallað um stjörnuhimininn og yfir fimmtíu fyrirbæri sem auðvelt er að finna, ýmist með handsjónauka, litlum stjörnukíki eða kröftugum stjörnusjónauka. Bókin geymir að auki fjölda glæsilegra mynda og vönduð stjörnukort.

Horfðu til himins – þar leynist fleira en þig grunar!

Sævar Helgi Bragason er ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fyrrum formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness til 12 ára og einn reyndasti stjörnuskoðari landsins.

Þessi vara er í grunnskólapakkanum. 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Stjórnuskoðun fyrir alla fjölskylduna eftir Sævar Helga Bragason”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Shopping Cart
Scroll to Top